138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

utanríkis- og alþjóðamál.

611. mál
[12:11]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég var eingöngu að lesa upp úr gögnum sem liggja fyrir og hafa verið lögð fyrir utanríkismálanefnd. Mig langar að lesa aðeins úr skýrslu utanríkisráðherra:

„Í samræmi við verklag ESB eru í sumum tilfellum sett ákveðin viðmið fyrir opnun og lokun kafla. Viðmiðin fela m.a. í sér að viðkomandi ríki verður að setja ný lög í aðildarríkinu áður en kaflar eru opnaðir og þeim lokað.“