138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

utanríkis- og alþjóðamál.

611. mál
[13:44]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir svarið og vonast til þess að síðar í ferlinu komum við til með að eiga nánari umræður um landbúnaðarkaflann sem ég hef sérstakan áhuga á vegna hagsmuna þess málaflokks og eins neytenda.

Það er annað sem hefur talsvert verið í umræðunni og það er hvort við höfum verið að gera bjölluat í Brussel. Ég hef sagt áður opinberlega að væri ég aðildarsinni væri ég hundóánægð með þá meðferð sem málið hefur fengið. Það hlýtur að vera truflandi að vera úti í Brussel að tala við ráðamenn þar, vitandi að þetta er gert með hálfum hug. Eru þetta einhverjar hugrenningar sem hv. þingmaður kannast við og hefur þurft að íhuga innra með sér eða er þetta allt í lukkunnar velstandi og gengur (Forseti hringir.) eins vel og hv. þingmaður, sem er heitur Evrópusinni, vildi óska?