138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

utanríkis- og alþjóðamál.

611. mál
[13:51]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sagði ekkert um það hvort ég væri hlynnt eða ekki hlynnt því að löndin sem eru í myntsamstarfinu færu í tvo hópa. Ég sagði að ég teldi það ólíklegt. Það kemur ekkert málinu við hvort ég er hlynnt því eða ekki. Ég tel það ólíklegt.

Þeir sem hafa fylgst lengi með Evrópuumræðu, eins og ég hef gert, vita að inn á milli kemur alltaf upp umræða um að styrkja verði miðjuna og hafa ein fjárlög. Þetta er eðlileg umræða í samvinnu af þessari gerð. Ég segi við hv. þingmann að ég held að ég verði nú orðin 150 ára áður en það gerist.