138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

utanríkis- og alþjóðamál.

611. mál
[14:52]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Já, ég vil þakka fyrir þetta. Ég kannast lítillega við það að reynt hafi verið, mjög fínlega þó, að hafa áhrif á skoðanir manna í ESB-málinu. (Gripið fram í.) Það var ekki reynt með mig nema kannski fyrstu tvo til þrjá dagana, eftir það hefur lítið verið reynt í þeim efnum.

Ég fagna því að hv. þingmaður mundi styðja slíka þingsályktunartillögu ef hún kæmi fram en mér leikur hugur á að vita hvort hv. þingmaður telji að þeir þingmenn sem voru komnir með þennan ESB-neista, í þessum hrossakaupamöguleikum, séu nú tilbúnir til að stöðva þessa umsókn, eða hvort þeir séu enn á sömu buxunum hvað þetta snertir.