138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

utanríkis- og alþjóðamál.

611. mál
[14:59]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég biðst forláts á því að hafa dembt spurningu á hv. þingmann. Það er einfaldlega allt of freistandi þegar maður kemst í návígi við virðulega þingmenn eins og formann utanríkisnefndar að demba eins og einni grundvallarspurningu með í púkkið.

Vissulega eru skoðanir ólíkar í stórum flokkum, við þekkjum það bæði. En hins vegar verður fólk á endanum að tala skýrt og ég tel mig tala mjög skýrt í Evrópumálunum. Ég tel að við eigum að draga aðildarumsóknina til baka. Ég tel það ferli sem við erum komin í ekki hagstætt íslenskum hagsmunum. Ég tel einfaldlega að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Ég tel að varla sé hægt að orða þetta mikið skýrar. Ég vonast alla vega til að það hafi eftir þetta andsvar fullkomlega komist til skila.