138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

utanríkis- og alþjóðamál.

611. mál
[15:30]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við höfum valið þá leið að leggja málið í dóm þjóðarinnar hvenær sem það verður, á hvaða stigi sem það verður. Ég tel aftur á móti farsælt fyrir okkur að skoða þá kafla sem eru okkur hvað erfiðastir, sem eru landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál. Að þeim umræðum loknum er rétt að meta hver staðan er og leggja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er ekki skoðun allra. Við erum komin inn í þetta ferli. Ég tel að ferlið sé okkur erfitt á þessum tíma en úr því að við erum kominn inn í það tel ég að við eigum að halda áfram og úr því sem komið er verði málið alltaf að enda í þjóðaratkvæðagreiðslu, annaðhvort eftir þessa tvo erfiðustu kafla eða þegar ferlinu er alfarið lokið. Við getum ekki hætt (Forseti hringir.) í miðju kafi núna.