138. löggjafarþing — 124. fundur,  17. maí 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[21:16]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. formanni viðskiptanefndar, hv. þm. Lilju Mósesdóttur, fyrir framsöguna og fyrir samstarfið í viðskiptanefnd. Mig langar að freista þess úr ræðustóli Alþingis að fá svar við spurningu sem ég hef ekki fengið svar við á ótal fundum nefndarinnar. Það mun vera sú spurning sem ég hef spurt hvað oftast: Hver eru rökin fyrir því að meiri hluti nefndarinnar hefur ákveðið að fara með sjö ár endurskoðandans niður í fimm ár, að taka þetta skref lengra en annars staðar? Telur hv. þingmaður að það eigi eftir að skipta sköpum í starfsemi fjármálafyrirtækja á Íslandi?