138. löggjafarþing — 125. fundur,  18. maí 2010.

vátryggingastarfsemi.

229. mál
[14:36]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég vil vekja athygli hv. þingheims á því að hér er verið að ræða um vátryggingafélög sem hyggjast fá starfsleyfi hér á landi. Þau eru náttúrlega með alls konar rekstrarform um alla Evrópu. Í Þýskalandi er mjög algengt að hafa gagnkvæm vátryggingafélög en það er bannað hér. Hér hygg ég að við séum hugsanlega að brjóta samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Ég greiði samt sem áður atkvæði með þessu en vildi vekja athygli á þessu.