138. löggjafarþing — 126. fundur,  18. maí 2010.

staðfesting samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2010.

593. mál
[23:46]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2010.

Með þessari tillögu er leitað heimildar Alþingis til ríkisstjórnarinnar um að staðfesta þrjá samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2010 sem gerðir voru í London 22. október 2009. Um er að ræða sameiginlega bókun um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2010; samkomulag milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Noregs norðan 62°N, fiskveiðilögsögu Jan Mayen og efnahagslögsögu Íslands á árinu 2010; og samkomulag milli Íslands og Rússneska sambandsríkisins um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands á árinu 2010.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Tómas Heiðar frá utanríkisráðuneytinu.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Undir nefndarálitið rita Árni Þór Sigurðsson, Valgerður Bjarnadóttir, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Helgi Hjörvar, Ragnheiður E. Árnadóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.