138. löggjafarþing — 128. fundur,  31. maí 2010.

aðildarumsókn að ESB.

[12:31]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir svörin en ég var eiginlega alveg hneykslaður (Gripið fram í: Nú?) á þeim. Hann sagði í rauninni að Alþingi hefði tekið ákvörðun með ólýðræðislegum hætti, Vinstri grænir væru á móti aðildarumsókn en hefðu samt samþykkt hana. Mér finnst mjög alvarlegt þegar þetta kemur fram.

Ég bið hæstv. ráðherra að svara þeirri spurningu sem ég varpaði fram um kostnaðinn. Það sem kom fram hjá honum er einmitt hættan á flokksræðinu. Flokksræðið getur eyðilagt lýðræðið og ég hugsa að kosningarnar á laugardaginn var sýni að þjóðin hefur séð að það er eitthvað mikið að þessu flokksræði. Hæstv. ráðherra sagði einmitt núna að svokölluð kattasmölun (Forseti hringir.) væri viðhöfð á hinu háa Alþingi.