138. löggjafarþing — 128. fundur,  31. maí 2010.

aukning aflaheimilda.

[12:39]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra svörin svo langt sem þau ná. Það er því miður eins og hæstv. ráðherra sé ekki með á nótunum. Viðmiðunin hjá Hafrannsóknastofnun í stofnstærðinni er 702.000 tonn árið 2011. Þó að 40.000 tonnum af þorski væri bætt við, eins og hugmyndir hafa verið uppi um, yrði viðmiðunarstofninn ekki 702.000 tonn heldur 718.000 samkvæmt gögnum Hafrannsóknastofnunar. Þetta veldur því að það er einhver planki í höfði hæstv. ráðherra sem verður að tálga til og ná út. Það gengur ekki lengur að berja höfðinu við steininn með heila rekadrumba í höfðinu. [Hlátur í þingsal.] (Forseti hringir.)

Það er þannig, virðulegi forseti, að (Forseti hringir.) útgerðir og fiskvinnslur hafa haldið að sér höndum af markaðsástæðum. Þess vegna er millifærsla milli ára. (Forseti hringir.) Það verða ekki til verðmæti í þjóðfélaginu (Forseti hringir.) með því að skrifa pappíra (Forseti hringir.) á Alþingi, virðulegi forseti.