138. löggjafarþing — 128. fundur,  31. maí 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[16:04]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta viðskn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvort ég á að skilja hv. þingmann þannig að við þurfum brýna okkur frekar ef við erum ekki alveg sátt í nefndinni. Ég hef reynt að vinna þetta, eins og ég mögulega get, með góðu. Og þótt maður nái ekki öllu fram veit ég að maður fær tækifæri í salnum til að taka það upp.

Ég hef áhyggjur af mörgu sem kom fram í máli hv. þingmanns. Betra hefði verið ef við hefðum getað rætt það vel, eins og t.d. um þá breytingartillögu sem gengur ekki nógu langt. Hv. þingmaður þekkir sannarlega okkar sjónarmið varðandi það hverjir eiga kröfurnar. Núna er verkefnið að sjá til þess að vita hverjir eiga bankana. Hv. þm. Óli Björn Kárason sagði réttilega að það getur vel verið að það sé einn aðili sem eigi 90%. Við vitum ekkert um það. Og ef við fáum einungis kröfuskrána með öllum eignarráðsfélögunum, sem við vitum ekkert hvað stendur á bak við, þá erum við litlu nær. Við verðum (Gripið fram í: Engu nær.) engu nær, segir hv. þingmaður. Við verðum að sjá til þess að þetta sé upplýst.