138. löggjafarþing — 128. fundur,  31. maí 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[16:07]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Tryggva Þór Herbertssyni fyrir góða spurningu. Ég hafði hugsað bannið þannig að t.d. Íslandsbanki þyrfti í raun og veru að fela dótturfélagi Arion banka, sem væri með verðbréfaviðskipti, viðskipti með eigin hluti. Þetta mundi virka þannig að bankarnir þyrftu að fela verðbréfasjóðum annarra banka viðskipti með eigin hluti. Auðvitað hefði verið betra að ég hefði leitað til nefndasviðs til að fá aðstoð við að kanna þennan möguleika, að banna viðskipti með eigin hlut. Því miður er það þannig á Alþingi að nefndasviðið er undirmannað. Þar af leiðandi þarf löggjafinn mjög oft að leita til framkvæmdarvaldsins þegar skoða þarf flókin mál, eins og þetta mál með fjármálafyrirtækin.