138. löggjafarþing — 128. fundur,  31. maí 2010.

almenningssamgöngur.

14. mál
[17:02]
Horfa

Frsm. samgn. (Róbert Marshall) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti samgöngunefndar um frumvarp til laga um almenningssamgöngur. Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reyni Jónsson og Hörð Gíslason frá Strætó bs. og Auði Eyvinds og Stefán Erlendsson frá Vegagerðinni. Þá hafa nefndinni borist umsagnir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Eyþingi, Flugstoðum ohf., Guðmundi Tyrfingssyni ehf., Hafnasambandi Íslands, Leið ehf., Reykjavíkurborg, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Siglingastofnun Íslands og Vegagerðinni.

Frumvarpið varðar aðkomu opinberra aðila, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, að skipulagi og eflingu almenningssamgangna til hagsbóta fyrir notendur og umhverfi. Fram hefur komið að í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er unnið að langtímastefnumótun um almenningssamgöngur sem kynnt verður í 12 ára samgönguáætlun í haust.

Nefndin leggur því til, til að koma í veg fyrir tvíverknað, að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Undir þetta rita allir nefndarmenn í samgöngunefnd.