138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[15:23]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Ég fagna þessari breytingu sérstaklega, að við séum að gera þarna skýran greinarmun á milli þess að gerast brotlegur við lög og þess að verða gjaldþrota. Það getur ýmislegt valdið því að fyrirtæki lenda í vandræðum og sama gildir um einstaklinga. Hins vegar, eins og þarna kemur fram, þurfum við að horfa allt öðruvísi á það þegar menn gerast vísvitandi brotlegir við lög og við erum jafnvel að fela þeim mikla ábyrgð, þeir sitja í stjórn og stýra fjármálafyrirtækjum.