138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[15:27]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Frú forseti. Eitt af þeim ákvæðum sem um ræðir í 39. gr. frumvarpsins er að takmarka mjög það hvernig menn standa að starfslokasamningum og það er gert með mjög óeðlilegum og ósanngjörnum hætti. Ég hygg að enginn hér inni vilji t.d. upplifa það að maður sem hefur unnið í 30 eða 40 ár hjá fjármálastofnun geti ekki fengið starfslokasamning sem er lengri en 12 mánuðir ef smátap hefur verið á rekstrinum seinasta árið. Ég bið nefndina að taka þetta til íhugunar.