138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

vátryggingastarfsemi.

229. mál
[15:58]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Pétur H. Blöndal hefur hvorki hlustað á ræðu mína né lesið nefndarálitið, þar sem í nefndarálitinu og í ræðu minni reyndi ég einmitt að svara þessari gagnrýni sem kom fram í 2. umr.

Gagnkvæm vátryggingafélög sem hafa fengið starfsleyfi sitt í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu hafa leyfi til þess að bjóða upp á þjónustu hér á landi. Þótt þetta félagaform verði ekki lengur til staðar eftir að lögin verða samþykkt hér á landi geta gagnkvæm vátryggingafélög boðið upp á alla þá þjónustu sem þau bjóða upp á. Félagaformið er þá það form sem er ákveðið í heimalandinu en starfsleyfið gildir ekki bara fyrir heimalandið heldur líka fyrir íslenskan markað.