138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

uppgjörsmál gamla Landsbankans.

[11:02]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta svar og sérstaklega að undirstrika það að hann telur að enn sé í gildi yfirlýsing um tryggingar á innstæðum. Ég velti því hins vegar fyrir mér í ljósi svars ráðherra að ef við lendum í þeirri stöðu, sem ég vona að sjálfsögðu að verði ekki, að Nýi Landsbankinn lendi í einhverjum erfiðleikum, eru væntanlega þau veð sem hæstv. ráðherra talar um hluti af heildarpakka, ef ég má orða það svo, hjá bankanum. Eru þá ekki þessar kröfur orðnar fremri þeim sem teljast til innstæðna í bankanum? Ég skil þetta mál svo að ef sú staða kemur upp sé þetta þannig.

Ég held að það sé ástæða til þess, hæstv. forseti, að ráðherrann gefi þinginu skýrslu um hver raunveruleg staða stærstu bankanna og viðskiptastofnana í landinu er í dag. Hver er styrkurinn? Hvað geta þessar stofnanir þolað? Þannig að við förum ekki (Forseti hringir.) í neinar grafgötur um það að bankakerfið sé eins traust og stjórnvöld vilja vera láta.