138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

tjón ferðaþjónustunnar vegna hrossapestar.

[11:08]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Mig langar til að ítreka að það er ekki bara landsmótið sem málið snýst um, hér er að verða gífurlegt tjón fyrir hrossaræktendur og fyrir alla þá aðila sem hafa atvinnu af hestamennsku. Ég legg mikla áherslu á það og vona svo sannarlega að ríkisstjórnin skoði þetta mál, því að tjónið er umtalsvert fyrir stóra atvinnugrein sem skiptir okkur miklu máli og ekki síst hvað varðar ferðaþjónustu sem er okkur afar mikilvæg.