138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

fundarstjórn.

[11:30]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Það er ekki boðlegt gagnvart okkur þingmönnum sem eru mættir hingað til að sinna dagskrá þingsins að hæstv. forseti fari fram eins og hún gerir með ákvörðun sinni um að fresta atkvæðagreiðslum fram eftir degi. Það getur verið að þingmenn hafi verið búnir að gera plön og hafi öðrum hnöppum að hneppa kl. þrjú í dag. Við erum nægilega mörg mætt hingað til þess að koma í gegn þessu ágæta máli um Verne Holdings á Suðurnesjum. Það væri ekki í fyrsta skipti sem stjórnarandstaðan hleypur undir bagga þannig að hægt sé að greiða atkvæði í þinginu. Það væri ekki í fyrsta skipti sem það yrði að veruleika.

Mæting hv. stjórnarþingmanna á þingfundi er fyrir neðan allar hellur og nýverið hefur gagnrýni komið fram úr þeirra eigin röðum, virðulegi forseti, á hve illa þeir mæta á nefndarfundi. Eftir stendur að stjórnarandstaðan er oft með meiri hluta í vinnu á nefndarfundum. (Forseti hringir.) Þetta er ekki boðlegt (Gripið fram í.) og ef ríkisstjórnin getur ekki haft betri tök á sínum mannskap verðum við hin bara að klára (Forseti hringir.) þetta.