138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:24]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég fagna þessum samningi. Ég fagna þessu frumvarpi, ég fagna þessu verkefni og tel það vera mjög brýnt. Ég fagna einnig þeirri atvinnu sem skapast og veitir ekki af í landinu.

En á þskj. 1037 er ótrúlegt skjal þar sem einn borgari þessa lands ávarpar Alþingi og segist ekki hafa verið dæmdur, ákærður eða kvaddur til yfirheyrslu vegna nokkurs konar brota og segir jafnframt að ef persónuleg aðkoma hans standi í vegi fyrir að unnt sé að veita fyrirtækinu þá fyrirgreiðslu sem felst í samningnum afsali hann sér ríkisstyrknum. Það er sem sagt meiningin að borgararnir séu ekki jafnsettir fyrir lögum. Þetta get ég engan veginn fallist á, frú forseti. Ég hlýt að líta meira á gildi einstaklingsins, frelsi hans og jafnstöðu fyrir lögum en alla þá (Forseti hringir.) kosti sem þetta frumvarp hefur í för með sér. Ég sit hjá.