138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:30]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Nú er Alþingi að afhenda gæði á nýjan leik, til einstaklings sem spilaði mjög stóra rullu í efnahagshruninu, gæði sem eru óafturkræf, og í þetta sinn er það gert um hábjartan dag og allir eru með galopin augu. Hér breytist ekki neitt, því miður. Það er ömurlegt að horfa upp á hvernig þetta mál er allt samtvinnað Samfylkingunni, m.a. situr varaþingmaður flokksins þar í stjórn og er jafnframt í því að úthluta gæðum ríkisins í gegnum iðnaðarráðuneytið í sérstakri orkunefnd.

Þetta frumvarp brýtur auk þess gegn EES-rétti eins og ég fór yfir áðan. Samkeppnislög EES-réttar bjóða ekki upp á að einu fyrirtæki sé hyglað fram yfir önnur. (Gripið fram í.)

Frú forseti. Mikil er ábyrgð ríkisstjórnarinnar í þessu máli, því miður, það breytist ekki neitt. (Gripið fram í.)

(Forseti (ÞBack): Og þingmaðurinn segir?)

Nei.