138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:37]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Þetta mál hefur vafist mjög fyrir stjórnarflokkunum í meðferð þingsins, þ.e. það hefur farið nokkrar byltur í nefnd og síðan varð til sú útgáfa af málinu sem nú liggur til grundvallar þessari atkvæðagreiðslu. Við afgreiðslu þessa máls er mikið rætt um siðferði og siðferðisbrest. Ég vil leyfa mér að velta upp spurningunni um siðferði þeirra sem sitja aðgerðalausir hjá þegar við jafnmikinn vanda er að glíma og í því sveitarfélagi þar sem þessu gagnaveri verður fyrir komið. Það er nefnilega töluvert mikil ábyrgð sem fylgir því að sitja hjá og gera ekkert í málum þegar fjölskyldur glíma í stórum hópum við atvinnuleysi og eiga ekkert sér til framfærslu eða til að standa í skilum. (BirgJ: Hverjum er það að þakka?) Við skulum jafnframt hafa það í huga þegar mál eru rædd í því samhengi sem (Forseti hringir.) sumir kjósa hér í dag.

(Forseti (ÞBack): Þingmaðurinn segir?)

Já.