138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:42]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það hefur verið siðferðisleg klípa í iðnaðarnefnd. Við höfum átt samtöl þar um siðferðisleg álitamál þar sem sjónarmið nýrrar umhverfisvænnar atvinnugreinar sem barist hefur verið fyrir á Íslandi í mörg ár tekst á við aðila sem hefur vægast sagt vafasama viðskiptasögu á Íslandi. Sá aðili var einangraður frá málinu í meðförum nefndarinnar og í því felst lausn klípunnar í samtali mínu við sjálfa mig og nefndina. Því segi ég hiklaust já.