138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:43]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég sit í þingmannanefnd sem fjallar um rannsóknarskýrslu um aðdraganda bankahrunsins og í þeim hildarleik lék Björgólfur Thor Björgólfsson stórt hlutverk. Ég hef sagt mig frá umfjöllun um Verne Holdings-málið í iðnaðarnefnd vegna aðkomu og eignar Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þingmannanefndin fjallar m.a. um siðferðileg álitamál rannsóknarskýrslunnar og mun í haust skila af sér tillögum þar að lútandi sem snúa að löggjafanum og ríkisvaldinu. Af þeim sökum greiði ég ekki atkvæði.