138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

lokafjárlög 2008.

391. mál
[11:05]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við erum að fara að greiða atkvæði um lokafjárlög 2008, hrunárið mikla, afskriftir upp á 198 milljarða kr. Með formlegum hætti er verið að færa bankahrunið yfir á skattborgara landsins með þessari afgreiðslu. Ítrekað hefur verið beðið um (Gripið fram í.) að gerð verði rannsókn á því hvað gerðist í Seðlabankanum. Við þeim beiðnum hefur ekki verið orðið.

Ég óska eftir að hv. formaður fjárlaganefndar kalli málið aftur inn til nefndarinnar á milli umræðna og reyni að vinna í því með nefndinni með hvaða hætti sé hægt að láta fara fram rannsókn á þessu gríðarlega tapi Seðlabankans áður en lokafjárlög ársins 2008 verða afgreidd.