138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[14:43]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Þetta er enn eitt málið sem maður þarf að taka þátt í umræðu um, aðalumræðu, þar sem forvígismaður málsins, í þessu tilfelli hæstv. forsætisráðherra, er ekki viðstaddur. Ég var í mikilli og ítarlegri umræðu um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki sem hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra lagði fram (Gripið fram í.) en sá ekki ástæðu til að taka þátt í aðalumræðu málsins. Ég mótmæli því að þingmönnum sé ætlað að taka þátt í umræðum um jafnmikilvæg mál þegar forvígismenn málanna eru ekki viðstaddir. Ég krefst þess að forseti geri ráðstafanir til að hæstv. forsætisráðherra verði viðstödd þá umræðu sem fer fram hér í dag og líklegast næstu daga.