138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

framhald umræðu um stjórnlagaþing.

[15:55]
Horfa

Forseti (Árni Þór Sigurðsson):

Forseti vekur athygli á því að utandagskrárumræðan sem hér fór fram var boðuð með allgóðum fyrirvara. Þannig háttaði til að hv. flutningsmaður, framsögumaður 1. minni hluta nefndar, var í miðri ræðu sinni og féllst góðfúslega á að gera hlé á henni. Hann átti ekki kost á því að hefja hana á nýjan leik að lokinni þessari umræðu. Í samráði við varaformann þingflokks viðkomandi þingmanns var ákveðið að fresta umræðum til kl. 17.30.