138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[21:04]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Þá er það komið á hreint að það var ekki ósk um að allir flokkar yrðu sammála um stjórnarskrárbreytingar enda held ég að það sé ekki hægt. Þá yrðu aldrei gerðar neinar breytingar, aldrei, það er mín skoðun. Ekki nema einhverjar breytingar sem eru svo sjálfsagðar að þær færu frekar auðveldlega í gegn.

Sú nefnd sem var sett upp til að breyta stjórnarskránni síðast var nefnd undir forustu Jóns Kristjánssonar, þáverandi hv. þingmanns. Það var algjört þrátefli í þeirri nefnd og Samfylkingin var m.a. að fastsetja málskotsrétt forsetans og Sjálfstæðisflokkurinn að passa upp á að það færi ekki inn í stjórnarskrána að sjávarútvegsauðlindin væri sameign þjóðarinnar þó að það stæði í stjórnarsáttmála. Það er alveg hægt að rifja upp alla þá leiðinlegu sögu. Þá áttaði maður sig á því, bara á eigin skinni, að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði ekki að standa að breytingum þó að það stæði í stjórnarsáttmála, þannig að maður er löngu búinn að gefast upp á því að þingið geti (Forseti hringir.) náð einhverjum stærri breytingum í gegn á stjórnarskrá. Til þess þarf stjórnlagaþing (Forseti hringir.) og ef það verður að vera ráðgefandi verður bara að hafa það.