138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[21:55]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég geri athugasemdir við fundarstjórn forseta, að hann skuli ekki hafa gert athugasemdir við ræðu hv. þingmanns þegar hann ber mér það hér í ræðustól að hafa efasemdir um þetta mál. Ég mælti í dag fyrir nefndaráliti meiri hluta allsherjarnefndar um þetta mál, hef staðið hér í ræðustól og útskýrt það eftir fremsta megni. Ég geri þá kröfu að ég fái að túlka skoðanir mínar og þær séu gerðar góðar og gildar. Ég hef skoðað þetta mál út frá öllum hliðum í störfum nefndarinnar. Ég áskil mér einfaldlega rétt til að geta borið af mér sakir þegar mér eru gerðar (Forseti hringir.) upp sérstakar skoðanir hér í ræðustól.