138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[23:28]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að enginn geti tryggt það að þessir 25–31 þingmenn nái 100% samkomulagi um allt. Ég held að það sé mjög ólíklegt að hægt sé að tryggja það að þeir geti náð fram meiri breytingum en Alþingi getur gert. Svo segir sagan. Við getum náð saman um minni háttar breytingar. Sagan hefur sýnt það en við höfum ekki náð saman um stærri breytingar og hvað þá um heildarendurskoðun. Ég tel að það sé réttmætt að fela ráðgefandi stjórnlagaþingi að fara yfir þetta mál með heildstæðum hætti, 25–31 aðili einbeiti sér bara að þessu verkefni á 8–11 mánuðum og skili svo afurð sinni hingað inn. Þá fyrst reynir á okkur.