138. löggjafarþing — 134. fundur,  9. júní 2010.

launakjör hjá opinberum fyrirtækjum.

[11:06]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Hæstv. forseti. Spurningin er einfaldlega þessi: Mun hæstv. fjármálaráðherra kanna það sérstaklega hvort umrætt fyrirtæki, Landsbankinn í þessu tilviki, hafi farið þá leið að stofna dótturdótturfyrirtæki, eða hvað það heitir, til að fara í kringum þær reglur og lagaheimildir sem settar hafa verið í þessum efnum og verður það liðið? Verður það liðið að fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins geti með auðveldum hætti búið sér til tvenns konar launakerfi, eða jafnvel margs konar, til þess að koma í veg fyrir þær leiðir sem ríkið og stjórnvöld vilja fara í þessum efnum? Sú er spurningin.