138. löggjafarþing — 134. fundur,  9. júní 2010.

lengd þingfundar.

[11:17]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Við erum að greiða atkvæði um eiginlega eina málið sem kemur frá hæstv. ríkisstjórn um heilbrigðismál sem … [Hlátrasköll í þingsal.]

(Forseti (RR): Hv. 5. þm. Reykv. s. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu forseta um kvöldfund sem gæti náð inn í nóttina.)

Virðulegi forseti. Ég vil þá bara nota tækifærið og hita upp fyrir næstu atkvæðagreiðslu en ég get alveg talað um þessa. Það er ekki nema sjálfsagt úr því að þingheimur fer þess á leit mig við, að vísu er lítill tími eftir.

Virðulegi forseti. Ég hafna algerlega þessum orðum hv. þm. Sigmundar Ernis Rúnarssonar, mér fannst þau vera honum til minnkunar. Það hefur enginn kvartað undan vinnuálagi, a.m.k. enginn stjórnarandstæðingur hér, þvert á móti hafa menn farið fram á það að við ynnum vinnuna okkar en við getum farið sérstaklega yfir það hvort það hafi verið gert.