138. löggjafarþing — 134. fundur,  9. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[15:05]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Hin spurning mín sneri að því hvort hv. þingmanni gæti hugnast að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um drög að stjórnarskrá og þá grein fyrir grein áður en Alþingi fengi hana til meðferðar. Ég tek fram að ég tel að hægt sé að ná betri sátt um þetta mál á þingi. Að vísu hef ég þann fyrirvara á því að Sjálfstæðisflokkurinn muni ekki vera með á málinu, alveg sama hvernig það lítur út. En ég tel að hægt sé að fá Hreyfinguna og jafnvel Framsóknarflokkinn með á þetta mál ef meira tillit verður tekið til tillagna okkar og ekki verði farið áfram með málið í slíkum flýti og þá einfaldlega athugað að það verði frekar klárað í ágúst eða september. Ég vil þá beina þeirri spurningu til hans hvort hann gæti hugsað sér að vinna að því þannig.