138. löggjafarþing — 134. fundur,  9. júní 2010.

bygging nýs Landspítala við Hringbraut.

548. mál
[22:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Fyrir alllöngu voru Landspítalinn og Borgarspítalinn sameinaðir og Landakot þar áður ef ég man rétt. Þessi sameining átti að spara alveg helling af peningum og gefa mikinn arð af sér og ég vil spyrja: Varð einhver arður af því? Ég man ekki eftir öðru síðan ég kom inn á þing en að það hafi verið stöðugur halli og vaxandi af Landspítala – háskólasjúkrahúsi og þess vegna hlýtur maður að hvá pínulítið þegar maður heyrir enn einu sinni að nú eigi að fara að spara og borga meira að segja risabyggingu með þeim sparnaði.