138. löggjafarþing — 135. fundur,  10. júní 2010.

orð þingmanns í umræðu um störf þingsins.

[12:45]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Herra forseti. Ég kem eiginlega hingað upp til að benda á hið augljósa og minna þingmenn á að virðing Alþingis er núna 10%, 10% þjóðarinnar virða Alþingi og mig langar að beina því til forseta að hann reyni að binda enda á þann sandkassaleik sem hér fer fram og ég vil minna hv. þingmenn á orð Gandhis sem sagði: Við verðum að vera breytingin sem við viljum sjá í heiminum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)