138. löggjafarþing — 135. fundur,  10. júní 2010.

orð þingmanns í umræðu um störf þingsins.

[12:47]
Horfa

Þráinn Bertelsson (U):

Virðulegi forseti. Ég neyðist til að koma upp til að biðja þjóðina afsökunar á því að ég skuli vera þátttakandi í því dapurlega sjónarspili sem hér á sér stað. Að þing sem kemst ekki upp úr hjólförum haturs og gagnkvæmra ásakana á þeim tímum sem við nú lifum þegar þjóðin væntir þess að henni sé bjargað úr þeim ógöngum sem stjórnmálaflokkarnir sumpart leiddu hana í eða báru ábyrgð á að afstýra að hún lenti í, að þessir sömu stjórnmálaflokkar eða fulltrúar þeirra skuli staðfesta getuleysið með því að festast ofan í þeim mykjuhaug sem við erum nú í í stað þess að vinna að því með oddi og egg og af fullum drengskap að reyna að komast úr þeirri erfiðu (Forseti hringir.) aðstöðu, ég biðst afsökunar á því.