138. löggjafarþing — 135. fundur,  10. júní 2010.

orð þingmanns í umræðu um störf þingsins.

[12:50]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg):

Virðulegi forseti. Hafi orð mín áðan misboðið einhverjum eða ég gengið gróflega fram gegn einhverjum í þessum sal þá biðst ég afsökunar á því en ég spurði mjög einfaldrar spurninga að gefnu tilefni. Ég spurði hvort einhver tengsl hefðu verið við umrædda lögfræðistofu því að það (Gripið fram í.) skiptir máli. Það skiptir máli hvort þau tengsl hafi verið fyrir hendi. Ég fékk svör við því og hv. þingmaður sagðist ekki hafa haft nein tengsl við þá lögfræðistofu og hvað er þá eftir af málinu? Hvað situr þá eftir af málinu? (Gripið fram í.) Hefur spurningum mínum þá ekki verið svarað? Ég ítreka það að ef (Gripið fram í.) orð mín hafa misboðið hv. þingmanni þá biðst ég afsökunar á þeim. Mér er ljúft og skylt að gera það. En þetta voru einfaldar spurningar og ég fékk við þeim svör. Er þá ekki allt í lagi með þetta mál? (Gripið fram í: Nei.) Út af hverju er fólk þá að æsa sig?