138. löggjafarþing — 135. fundur,  10. júní 2010.

orð þingmanns í umræðu um störf þingsins.

[12:52]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Heiðursmannasamkomulag hefur verið um að þegar við spyrjum hvert annað á hinu hv. Alþingi aðvörum við þá sem við ætlum að spyrja. Það heiðursmannasamkomulag hafa langflestir virt. Það kom fram hjá hv. þm. Birni Val Gíslasyni að hann hefði ekki gert það og að mínu mati er mjög ómaklegt að hv. þingmenn komi yfirleitt með spurningar af þessu tagi og hvað þá óundirbúið. Þetta er gert, skaðinn er skeður. Svör hafa komið frá hv. þm. Sigurði Kára Kristjánssyni um að hann hafi ekki haft þau tengsl sem hér var ýjað að. Hv. þm. Björn Valur Gíslason hefur beðist afsökunar og ég vona að þá getum við (Forseti hringir.) látið þetta tal niður falla. Frekara tal af þessu tagi mun ekki bæta neitt.