138. löggjafarþing — 135. fundur,  10. júní 2010.

hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.

485. mál
[13:16]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Eins og fram kemur í nefndaráliti meiri hlutans var þetta mál sérstaklega skoðað. Þar kemur fram að þetta hugtak var skoðað, um hjúskap karls og konu, konu og konu og karls og karls. Þar segir: „Þannig standi hin hefðbundna skilgreining áfram. Nefndin telur að þessi tillaga gæti hugsanlega mætt sjónarmiðum þeirra sem hafa gagnrýnt frumvarpið. Meiri hlutinn telur hins vegar að með því verði markmiðum frumvarpsins, um að afmá þann lagalega mun sem felst í mismunandi löggjöf, ekki náð. Þannig verði þeim mismun sem er í gildandi lögum í reynd viðhaldið.“

Þetta er alveg augljóst og þess vegna segi ég nei við þessari tillögu. Þar skal standa: tveggja einstaklinga.