138. löggjafarþing — 135. fundur,  10. júní 2010.

mat á umhverfisáhrifum.

514. mál
[13:26]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Sennilega er ekki annað að gera en að samþykkja þetta frumvarp, svo mjög hefur verið svínað á lögunum í framkvæmdinni. Gott dæmi um þetta er Vestfjarðavegur þar sem Skipulagsstofnun úrskurðaði á tiltekinn veg um matsskyldu á þeim vegi. Hæstv. umhverfisráðherra hafði síðan tvo mánuði til að taka afstöðu til niðurstöðu Skipulagsstofnunar en dró það í sjö mánuði. Það þýðir að á þessari bráðnauðsynlegu leið eru að verða tafir á framkvæmdinni sem beinlínis verða raktar til þessa sleifarlags. Það hefði auðvitað verið eðlilegra eins og hér hefur verið sagt að reyna að freista þess að finna leiðir til að stytta þessa fresti þannig að svona atvik kæmu ekki upp, en úr því sem komið er er manni sennilega nauðugur kostur að samþykkja þetta.