138. löggjafarþing — 135. fundur,  10. júní 2010.

bólusetning gegn HPV-smiti og leghálskrabbameini.

498. mál
[13:41]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við erum að afgreiða tvær þingsályktunartillögur um bólusetningar, önnur gegn pneumókokkasýkingum sem við höfum þegar afgreitt og hin gegn HPV-smiti og leghálskrabbameini. Þetta eru þær tvær bólusetningar sem við eigum eftir að taka upp í heilbrigðisþjónustunni. Á þessum kostum ásamt skimun á ristilkrabbameini hefur verið gerð kostnaðargreining og áhrif á lýðheilsu könnuð og ljóst er að sá undirbúningur sem nú er í heilbrigðisráðuneytinu, að hefja undirbúning á bólusetningu gegn pneumókokkum á næsta ári, er rétt forgangsröðun og það er stutt. Og þegar við getum og ástæða þykir til, eins fljótt og hægt er eins og maður segir, verður tekið til við bólusetningar á 12 ára stúlkum gegn HPV-smiti.

Ég vil benda hv. þingmönnum og Alþingi á að fyrir utan (Forseti hringir.) flutningsmennina Siv Friðleifsdóttur og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur eru það eingöngu konur sem eru flutningsmenn (Forseti hringir.) að þessum tveimur þingsályktunartillögum. Ber það kannski merki um mismunandi áherslu kynjanna á þingi. (Gripið fram í: Okkur var ekki boðið.)

(Forseti (ÁÞS): Forseti biður karlþingmenn í salnum um að hafa sig hæga.)