138. löggjafarþing — 135. fundur,  10. júní 2010.

bólusetning gegn HPV-smiti og leghálskrabbameini.

498. mál
[13:44]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Þar sem einhver tími mun líða þar til þessi bólusetning verður tekin upp er rétt að minna á hversu mikilvægt það er að styðja við starf Krabbameinsfélags Íslands. Eftir að við hefjum þessar bólusetningar er ekki síður mikilvægt að styðja við skimun og leitarstarf því að bólusetningin ein og sér tryggir ekki fullkomna vörn gegn leghálskrabbameini. Ég vil minna á að þetta er ekki fullkomin trygging, þetta er vörn. Eftir sem áður verður að hvetja ungar konur til að til að sinna skimun og leitarstarfi. Það þarf líka að styðja við Krabbameinsfélag Íslands þannig að það geti sinnt þessu leitarstarfi úti um allt land.