138. löggjafarþing — 135. fundur,  10. júní 2010.

starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda.

558. mál
[13:50]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég styð þetta mál. Í mínum huga snýst þetta um að launþegar í landinu, algjörlega óháð því hjá hverjum þeir vinna, eigi rétt á símenntun og endurmenntun til jafns við aðra. Það er ekki í mínum huga mannréttindabrot, heldur þvert á móti. Þess vegna styð ég málið eindregið.