138. löggjafarþing — 135. fundur,  10. júní 2010.

almenn hegningarlög.

649. mál
[14:02]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Ég þakka hæstv. dómsmálaráðherra fyrir þetta svar. Í beinu framhaldi af því sem hér var síðast sagt vildi ég spyrja: Eru það þá málsmeðferðarreglur í sambandi við afhendingu, handtökuframsal, hugsanlega gæsluvarðhald eða þess háttar sem vísað er til sem mundi þá væntanlega að einhverju leyti kalla á breytingar á öðrum lögum eins og lögum um meðferð sakamála og þess háttar? Hæstv. dómsmálaráðherra nefndi evrópsku handtökuskipunina, og ég mundi nú segja væntanlega aðild Íslands að henni, og þá langar mig í framhaldinu að biðja hæstv. ráðherra að gera örlítið nánar grein fyrir því hvernig það mál stendur. Án þess að ég ætli að ræða einstök dæmi urðu umræður í fjölmiðlum fyrir fáeinum vikum sem voru töluvert misvísandi og í raun villandi að mínu mati varðandi nákvæmlega það atriði.