138. löggjafarþing — 135. fundur,  10. júní 2010.

tekjuskattur.

659. mál
[18:14]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ef þennan kröfuhafa — sem er dálítið ólíkur öllum þeim kröfuhöfum sem ég hef kynnst — langar til að gefa eftir skuld án þess að ganga á aðrar eigir mannsins þá er það gjafagerningur. Það er bara svo einfalt. Það er hægt að færa rök fyrir því. Af hverju fórstu ekki á sumarbústaðinn sem er skuldlaus? Af hverju fórstu ekki á jeppann sem er skuldlaus? Skatturinn mundi segja: Þetta er gjafagerningur. Og þá er það ekki skattskylt samkvæmt þeirri tillögu sem ég kom fram með og er akkúrat ein lína: Niðurfelling skulda telst ekki til tekna nema um gjafagerning sé að ræða.