138. löggjafarþing — 136. fundur,  10. júní 2010.

Afbrigði um dagskrármál.

[18:20]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Forseti. Ég vil bara útskýra hvers vegna ég greiði atkvæði gegn þessu. Ég horfi dag hvern upp á óvönduð vinnubrögð þar sem verið er að keyra í gegn hvert frumvarpið á fætur öðru eins og hér sé pylsugerðarvél. Menn eru með lokuð augun að greiða atkvæði. Ég hef aldrei orðið vitni að öðrum eins vinnubrögðum. Þessu átti ég ekki von á þegar ég kom inn á þing. Það eru takmörk fyrir því hvað maður getur verið hlutlaus gagnvart afbrigðum lengi.