138. löggjafarþing — 136. fundur,  10. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[19:04]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta viðskn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Margréti Tryggvadóttur. Það kom mér mjög á óvart að sjá þetta á dagskrá. Við áttum ekki von á þessu fyrr en á morgun og ég þarf ekki að hafa mörg orð um það hvernig er að vinna við þessar aðstæður. Ég segi ekki að það sé tilviljun að ég sé hérna, ég er búinn að vera hér í allan dag og sá fram á að vera hér fram á kvöld eins og öll önnur kvöld núna síðasta hálfa mánuðinn, en sú staða hefði getað verið uppi að einhverra hluta vegna hefði maður þurft að sinna öðrum þingstörfum en að vera hér í salnum. Sem betur fer var ég hér en það var enginn fyrirvari og enn er ýmislegt eftir sem snýr að nefndaráliti og öðru slíku hjá okkur sjálfstæðismönnum. Fyrirvarinn var enginn fyrir þessa umræðu.