138. löggjafarþing — 136. fundur,  10. júní 2010.

aðgangur fjárlaganefndar að upplýsingakerfum ríkisins.

220. mál
[20:23]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hef nokkrum sinnum í vetur talað um nauðsyn þess að breyta fjárlagagerðinni, að henni sé öðruvísi háttað en verið hefur og að þingið snúi sér að hinum stóru málum í því en láti aðrar stofnanir ríkisins fara með minni háttar mál. Ég tel þessa tillögu út af fyrir sig sjálfsagða. Auðvitað á Alþingi að hafa allar þær upplýsingar sem fjárlaganefnd krefst. Ég tel hins vegar að það að fjárlaganefndarmenn sökkvi sér niður í bókhald einstakra ríkisstofnana með aðgangi að upplýsingakerfum geti leitt huga þeirra frá því sem meira máli skiptir í fjárlögum ríkisins sem eru hinar stóru áherslur. Þess vegna get ég ekki stutt þessa tillögu og mun sitja hjá.