138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

tilkynning um dagskrá.

[12:03]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Klukkan þrjú í dag fer fram umræða utan dagskrár um stöðu hestatengdrar starfsemi í kjölfar hrossapestarinnar. Málshefjandi er hv. þm. Einar K. Guðfinnsson. Hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.